top of page
Stofan
Margrét Hjaltadóttir

Margrét Hjaltadóttir

Tannlæknir

Margrét sinnir öllum almennum tannlækningum, tannhvíttun, meðferð með glærum tannréttingaskinnum frá ClearCorrect kerfinu og sinnir öðru sem snýr að heilbrigði munnhols hjá fólki á öllum aldri.

Margrét stundar virka endurmenntun og sækir námskeið bæði hér og erlendis til að uppfylla „VEIT“ símenntunarkröfur Tannlæknafélags Íslands.  Fyrir utan tannlækningar þá elskar hún að fara á skíði og verja tíma með fjölskyldunni.

Menntun og stærri námskeið

1987

1995

1995 − 1998

1998

2003 − 2005

2008

2018

2020

Stúdent frá Menntaskólanum í Kópavogi.

Lauk kandídantsprófi í tannlækningum frá Tannlæknadeild Háskóla Íslands og öðlaðist starfsleyfi sama ár.

Eftir útskrift starfaði hún á Hornafirði hjá Héðni Sigurðssyni tannlækni.

Opnaði sína eigin stofu í Hlíðasmára 14 í Kópavogi.

Sat í stjórn Tannlæknafélags Íslands.

Öðlaðist réttindi til að setja niður implönt frá Nobel Biocare. Margrét hefur einbeitt sér að ísetningu planta undir heilgóma í neðri gómi.

Tvö námskeið hjá The Dawson Academy til að dýpka þekkingu sína í meðhöndlun á kjálkaliðsvandamálum (TMJ).  

Réttindi til að meðhöndla með glærum tannréttingaskinnum frá ClearCorrect.

bottom of page