top of page
Tannlæknahræðsla hrjáir bæði börn og fullorðna og byggir stundum á slæmri fyrri reynsli en alls ekki alltaf

Tannlæknahræðsla

Tannlæknahræðsla hrjáir bæði börn og fullorðna og byggir stundum á slæmri fyrri reynslu en alls ekki alltaf.

Ástæðan

Það er svo margt sem getur triggerað hræðslu hjá tannlækni, það geta verið hljóðin, birtan, hræðsla við sársauka, innilokunarkennd, finnast maður ekki geta andað og það að hafa ekki stjórn á aðstæðum til dæmis.

Afleiðingar

Verst er ef fólk frestar að leita sér lækninga vegna kvíðans því þá er hættan sú að vandamálin verði flóknari og kostnaðarsamari.

Hvað er til ráða?

Gott samtal við tannlækninn þinn getur hjálpað að finna út hvað er erfiðast og þá er mögulega hægt að vinna í kringum það.

Samstarf við sálfræðinga sem beita HAM meðferð getur einnig hjálpað fólki af stað.

Einstaka sinnum er nauðsynlegt að taka kvíðastillandi lyf til að komast yfir erfiðasta hjallann.

Börn

Áhersla tannlækna á að fá börnin snemma í fyrstu heimsókn eða í kringum þriggja ára aldurinn hjálpar mikið til að barnið læri að byggja upp traust smám saman á tannlækninum sínum og umhverfinu.  Þannig að þegar kemur að því að það þurfi að gera eitthvað verður það eðlilegt framhald á öllu hinu sem þau hafa lært.

bottom of page