top of page
Börn þar sem allt snýst um að skapa traust
Sí logo

Börn

Þar sem allt snýst um að skapa traust.

Fyrsta heimsókn

Við viljum að öllum líði vel hjá okkur og leggjum okkur fram að taka vel á móti yngstu kynslóðinni.

Það er gott að koma um þriggja ára aldurinn þá eru oftast allar barnatennur komnar í munninn.

Tannheilsa bangsi

Aðlögun

Markmiðið með fyrstu heimsókninni er að kynnast og læra á umhverfið.  Við mátum tannbursta, fáum okkur tattú, teljum putta og tennur ef vel gengur.  Setjumst jafnvel í tannlæknastólinn og prófum að breyta honum í hásæti.  Verðlaunakassinn er svo aldrei langt undan og algjörlega ómissandi þáttur í að hitta tannlækninn sinn.

Eftirlit

Best er að hittast á um það bil 6 mánaða fresti því þessir litlu munnar breytast svo hratt.

Auk þess að fylgjast með heilbrigði tanna þarf að fylgjast vel með og greina tannvöntun og bitskekkjur.

Forvarnir

Góðar leiðbeiningar um munnhirðu til foreldra ásamt fræðslu um mataræði skipta miklu máli því auðvitað er best að koma alveg í veg fyrir að tennur barna skemmist.  Eins grípum við inní með skorufyllingum í forvarnarskyni til að verja bitfleti tanna gegn bakteríuárásum. 

Öll börn að 18 ára aldri sem eru sjúkratryggð á Íslandi þiggja fría tannlæknaþjónustu fyrir utan komugjald sem er innheimt á 12 mánaða fresti að upphæð 2.500 kr.

Tannréttingar falla fyrir utan þetta og einnig er undanskilið aðstöðugjald vegna tannviðgerða í svæfingu.

Sí logo
bottom of page