top of page
Almenn þjónusta fyrir allskonar fjölskyldur

Almenn þjónusta

Fyrir allskonar fjölskyldur.

Burstun

Heimavinnan skiptir öllu, að bursta tennur vandlega kvölds og morgna ásamt því að hreinsa vel á milli tanna annað hvort með tannþræði eða millitannburstum.

Hvernig held ég hreinu og fallegu brosi?

Forvarnir

Forvarnir eru mikilvægasti hlekkurinn í góðri munnheilsu.  Þar skiptir heimavinnan mestu ásamt reglulegu eftirliti með tannhreinsunum, kennslu í tannhirðu og almennri fræðslu um neysluvenjur.  Ef ber á munnþurrki er gott að flúorlakka tennur til að auka varnir og gefa frekari leiðbieningar um hvað er til ráða.

Við minnum á að það er mjög mikilvægt að koma reglulega til tannlæknis þó engin tönn sé í munninum því tannlæknirinn þinn skoðar einnig slímhúðir, almennt ástand í munnholi og hvernig laus tanngervi passa.  

Við viljum grípa inní snemma áður en vandinn verður stór.

Tannhirða

Góð tannhirða er ekki bara til að varna því að tennur skemmist heldur líka til að tannsteinn safnist ekki upp og skemmi með því tannhold og bein.  Tannþráðurinn er ekki síður mikilvægur til að halda fallegu tannholdi sem er stór þáttur í heilbrigðu og fallegu brosi.

Eftir því sem við eldumst og tannhold rýrnar og rótaryfirborð verður sýnilegt verður munnhirða vandasamari og tennur útsettari fyrir skemmdum því rótaryfirborðið er mýkra en glerungurinn.  

Tannhreinsun

Flest höfum við þörf á tannhreinsun einu sinni á ári, sumir oftar.  Þegar kominn er tannsteinn þá fer hann ekki við tannburstun heldur þarf annað hvort að nota til þess handverkfæri eða ultrasonic handstykki.  Í lokin er svo gott að pússa yfir með pasta eða spúla með saltspúli (airflow).

Fái tannsteinn að safnast upp veldur hann bólgum í tannholdi því hann er fullur af bakteríum.  Fyrsta vísbending um bólgur er blæðing.  Viðvarandi bólgur valda því að beinið undir byrjar að eyðast og þannig smám saman tapa tennur beinfestunni sinni, losna og að endingu detta úr.

Tannfyllingar

Í dag eru eingöngu notuð tannlit fyllingarefni á stofunni okkar og gömlu amalgam (silfur) fyllingarnar heyra sögunni til.  Stundum eru skemmdir á tannvef það miklar að postulíns fyllingar eða jafnvel postulíns krónur eru sterkari og því endingarbetri kostur.

Ef skemmd gengur of nærri taug þá verður óafturkræf bólga í tauginni og hún drepst.  Til að koma í veg fyrir að sýking dreifist í beinið þarf að fjarlægja bólginn sýktan taugavef úr rótinni og rótfylla hana.  Þannig getur tönn þjónað eiganda sínum í mörg ár enn.

Sí logo
bottom of page