top of page
Tannlýsing ef þú átt ósk um bjartara bros

Tannlýsing

Ef þú átt ósk um bjartara bros.

Fyrsta heimsókn

Áður en þú hvíttar tennurnar er nauðsynlegt að skoða þær til að tryggja að ekki séu skemmdir, brot eða önnur vandamál sem þarf að meðhöndla fyrst.

Þú getur bókað tíma hér.

Ferlið

Mát af tönnum tekið með 3D skanna.

Sérsmíðaðar skinnur fyrir hvern einstakling.

Tannlýsingarefni sem notað er heima.

Meðallengd meðferðar er 5-10 skipti.

Við notum eingöngu efni frá Opalescence, frumkvöðlum í tannlýsingu, sem er Carbamide Peroxide blanda.

Tannlýsing

Tennur okkar eru samsettar úr hvítum glerung og inní er tannbein sem er misgult hjá okkur.  Eftir því sem glerungurinn er þynnri og glærari þá skín meira af tannbeininu í gegn sem gerir það að verkum að tennur okkar verða gulari.  

Tannlýsingarefnið gengur inn í kristalsbyggingu tannanna og brýtur niður dökkan lit og þannig lýsast tennurnar.  Með þessu opnast yfirborð tannanna tímabundið sem gerir þær stundum viðkvæmar fyrir kuli og móttækilegar fyrir lit úr litsterkum matvælum fyrstu tvo dagana á eftir.  

Lýsingartannkrem verka eingöngu á yfirborð tanna, fjarlægja lit af yfirborði með slípandi eiginleikum sem orsakar því oft tannkul því það opnar og þynnir glerunginn með tímanum.

Það er mjög misjafnt hvað tennur taka vel við og einnig hvaða væntingar fólk hefur.  Algengast er að lýsa þurfi í 6-10 skipti til að ná góðum árangri.  Yngra fólkið lýsist hraðar en það eldra og rótfylltar tennur geta þurft extra langan tíma.

Lífstíllinn hefur mikil áhrif á endingu, þeir sem reykja, drekka mikið kaffi og jafnvel rauðvín geta ekki búist við að lýsing endist lengi.

Aukaverkanir

Yngra fólk er líklegra til að fá kul og viðkvæmni í tennurnar við lýsingu sem fjarar svo út.  Því er mikilvægt að fara eftir leiðbeiningum tannlæknis og nota aðeins viðurkennd efni.  Hægt er að hægja á meðferð, láta líða fleiri daga á milli og passa einnig vel upp á þrifin og bæta við flúorskoli.

Lýsingarmeðferð með Opalescence

Opalescence before and after
Opalescence before and after

Hér er búið að lýsa rótfyllta tönn með lýsingarefninu frá Opalescence. Þá er aðeins rótfyllta tönnin lýst til að jafna litinn.

Opalescence logo
bottom of page