top of page
Frunsa ekki kyssa hvern sem er

Frunsa

Ekki kyssa hvern sem er.

Frunsa/Áblástur

Frunsa er veirusýking af völdum herpesveiru sem veldur sársaukafullum vökvafylltum blöðrum.

Um annar hver einstaklingur er með þessa veiru í sér.

Einkenni

Eftir fyrsta smit sest veiran að í líkamanum og liggur þar í dvala. Hún brýst helst fram þegar álag er á ónæmiskerfinu eins og í veikindum eða stressi.

Blöðrurnar geta komið fram inní munni, á vörum eða á andliti.

Þær breytast svo í sár á nokkrum dögum og þorna á 10-14 dögum.

Aðaleinkenni er kláði og eymsli á sýkta svæðinu.

Einkenni eru oft meiri við fyrstu sýkingu þar sem hiti og almenn vanlíðan getur fylgt.

Smitleiðir

Veiran smitast mjög auðveldlega með náinni snertingu.

Ekki snerta blöðrur og sár með fingrum nema þvo sér vel á eftir með sápu. 

Ekki deila mataráhöldum eða öðrum hlutum á meðan frunsa er til staðar. 

Ekki knúsa smábörn þar sem þau eru mjög viðkvæm fyrir þessari sýkingu.

Hvað er til ráða?

Ekkert læknar frunsur en hægt er að lina óþægindi og stytta græðslutíma.  Veirukrem, veiruplástrar og veirulyf geta minnkað sýkingu ef það er notað nógu snemma.

Við miklar útbreiddar eða síendurteknar sýkingar er rétt að leita til tannlæknis eða læknis.

bottom of page