top of page
Cute Cat

Hrotugómar

Er makinn farinn að kvarta?

Svefntruflanir

Miklar hrotur skerða gæði svefns og fólk verður oft mjög þurrt í munninum.  Ef makinn er farinn að kvarta og kannski breiða upp fyrir höfuð þá gætu hrotugómar komið að gagni.

Ferlið

Tekið er mát af tönnum með 3D skanna sem er sent rafrænt í gegnum örugga gátt til tannsmiðs.

Skinnur eru sérsmíðaðar yfir efri og neðri góm fyrir hvern einstakling.  Við hittumst svo til að máta og kenna þér að nota þá.

Hrotur

 Ekki eru allir sem hrjóta með kæfisvefn.  Þeir sem eru með vægan kæfisvefn geta einnig haft not af hrotugómi. 

Kæfisvefn

Er alvarlegt ástand sem getur haft víðtækar afleiðingar á heilsu okkar.  Ef þú hefur grun um að þú sért með kæfisvefn ráðleggjum við þér að leita læknis og reyna að komast í svefnrannsókn.

Hrotugómar

Eru harðir glærir gómar í efri og neðri sem eru festir saman með sérstökum spennum sem færa neðri kjálkann fram á við þannig að hann falli ekki aftur og loki kokinu á meðan þú sefur.

bottom of page