top of page
Trees Reflection in the Water

Rótfyllingar

Tennur eru lifandi og inni í hverri tönn eru æðar og taugar.

Hvað er rótfylling?

Það er fylling sem er sett í rótargöngin.  Vefirnir inní rótargöngunum eru þá fjarlægðir og rótargöngin eru hreinsuð vel að innan og formuð til áður en fyllingu er komið fyrir.  

Þessi vinna krefst oftast að fólk komi í tvö skipti.  Erfiðar tennur krefjast þó stundum fleiri heimsókna eða jafnvel tilvísunar til rótfyllingasérfræðinga.  

Hvers vegna þarf að rótfylla tönn?

Taugavefur inní tönn getur drepist til dæmis ef skemmd er mjög dúp og bakteríur eru komnar alveg inn í rótarholið.  Taugin getur einnig drepist ef stór fylling er farin að leka eða eftir áverka.

Taugin getur drepist með látum og mikilli tannpínu en hún getur líka drepist þegjandi og hljóðalaust þannig að það uppgötvast ekki fyrr en tönn er farin að dökkna eða tannlæknirinn sér breytingar á röntgen mynd.

Fylling eftir rótfyllingu

Fyrst eftir rótfyllingu er tönnin með bráðabyrgða fyllingu sem getur molnað niður og rætur geta sýkst aftur ef það er dregið úr hófi að fullklára viðgerð.

Þegar þarf að rótfylla þá hefur oftast orðið það mikið niðurbrot á tannvef vegna skemmdar að styrkur tannar hefur minnkað töluvert.  Svo tönnin geti þjónað hlutverki sínu vel og lengi er mikilvægt að gera sterka viðgerð eftir rótfyllingu.  Þá er hefðbundin fylling oft ekki nóg heldur þarf að setja krónu yfir til að verja tönnina frekara niðurbroti.

Rótfyllingar myndir

Skemmd komin inní taug og sýking í beini við rótarenda.

Taugaholið opnað og hreinsað.

Rótargangar hreinsaðir af bakteríum og formaðir til með rótarþjölum.

Rótfyllingu og fyllingu komið fyrir, í þessu tilfelli var sett króna.

bottom of page