top of page
Tannréttingar ef þú átt ósk um breiðara bros

Tannréttingar

Ef þú átt ósk um breiðara bros.

Glærar skinnur

Við hjá Tannir sinnum eingöngu einföldum léttum tannréttingum með glærum skinnum og höfum leyfi bæði frá ClearCorrect og Invisalign.  Ef þú hefur áhuga á að meta hvort við getum aðstoðað þig er best að panta tíma í skoðun.

Ferlið

Fyrst þarf að taka gögn sem eru 3D skann af tönnum, breið röntgenmynd og ljósmyndir.  Þetta er sent út ásamt óskum um hvernig meðferð við óskum eftir.

Meðferðarplanið kemur svo sem video til baka svo við getum skoðað hvort þetta hentar og gefið upp kostnað við meðferð.

Þegar meðferðarplan er samþykkt er framleiðslan sett í gang og fáum vikum síðar eru fyrstu skinnur afhentar.

Meðferðin

Hver tannréttingaskinna er í munni í að minnsta kosti 20 klst á sólarhring svo árangur náist.  Þetta þýðir að þær þurfa alltaf að vera í munninum nema þegar borðað er. 

Skipt er um skinnu á 1-3 vikna fresti allt eftir meðferðarplani.  Heildarmeðferðartími er allt frá 3 mánuðum en hann fer eftir hve tann- og eða bitskekkjan er mikil.

Meðferðarlok

Í lok meðferðar þarf að halda við tennurnar svo þær renni ekki á gamla staðinn sinn aftur.  Það er gert með vírum sem eru festir aftan á framtennur og eins með glærum skinnum sem sofið er með.

Niðurgreiðsla SÍ

Á stofunni starfa ekki sérfræðingar í tannréttingum.  Til að mega kalla sig sérfræðing þarf að hafa lokið þriggja ára sérnámi í tannréttingum eftir hefðbundið tannlæknanám.  Til þess að eiga rétt á styrk frá SÍ upp í tannréttingameðferð þarf að þiggja þjónustu hjá tannréttingasérfræðingi.

Fyrir og eftir 

Hér er meðferð sem tók 4 mánuði.  Hún fór í tannréttingar sem unglingur en tennurnar höfðu skekkst aftur með árunum því ekki hafði verið haldið við þær.

Tannréttingar fyrir og eftir

Fyrir og eftir 

Hér er meðfeð sem tók 7 mánuði hjá ungum einstaklingi.

Tannréttingar fyrir og eftir
Clearcorrect logo
Invisalign logo
bottom of page