top of page
Íþróttaskinnur ef þér er annt um brosið þitt

Íþróttaskinnur

Ef þér er annt um brosið þitt.

Snertiíþróttir

Margar íþróttir fela í sér hættu á höggum í andlit því er góður hlífðargómur oft það eina sem getur bjargað framtönnum frá miklu tjóni.

Ferlið

Tekið er mát af tönnum með 3D skanna sem er sent rafrænt í gegnum örugga gátt til tannsmiðs.

Skinna er sérsmíðuð yfir efri góms tennur fyrir hvern einstakling.

Fyrir hverja

Allir sem stunda íþróttir þar sem hætta er á áverkum ættu að nota íþróttaskinnur til að vernda tennurnar sínar fyrir skaða.  Góð skinna heldur þétt utan um tennur og efri kjálka og dreifir því álagi sem verður af höggi yfir stórt svæði.

Áverkar

Högg á munnsvæði og tennur getur ekki einungis brotið tennur heldur einnig losað þær eða jafnvel slegið þær alveg úr.

Högg getur einnig valdið síðkomnum skaða.  Taugin getur þá drepist löngu síðar og við það dökknar tönnin smám saman.

 

Hvers vegna sérsmíðaðar íþróttaskinnur

Þær passa nákvæmlega utan um tennurnar þínar og trufla lítið tal og öndun ásamt því að særa ekki tannholdið eins og margar staðlaðar skinnur gera sem eru keyptar út í búð. 

 

Staðlaðar skinnur sem eru hitaðar í vatni og formaðar þannig utan um tennurnar eru ódýrari en oft mun fyrirferðarmeiri og trufla þess vegna meira.  Skinna sem særir eða truflar er síður notuð.  Tannskaðar geta verið kostnaðarsamir og því borgar sig að vera með vel passandi skinnu.

bottom of page