top of page
Nikótínpúðar og tóbak

Nikótínpúðar og tóbak

Best að byrja aldrei.

Fræðsla

Nikótín er eitt sterkasta taugaeitur sem þekkist.  

Það sest á sérstaka viðtaka í heilanum sem eru fjölmennir við vellíðunarstöðina sem er ein ástæðan fyrir því að fólk þróar með sér fíkn.  

Áhrifin

Það líða ekki nema nokkrar sekúndur frá því nikótínið er komið í líkamann þar til örvunin á taugakerfið eða kikkið kemur í ljós.  Það losna hormón, ephinephrin og dópamín sem gefa vellíðan.  Blóðþrýstingur hækkar vegna æðaherpandi áhrifa og hjartsláttur örvast. 

Afleiðingar nikótínpúða

Við mikla notkun hörfar tannholdið undan áreitinu.  Þá sést í rætur tannanna sem eru viðkvæmari fyrir skemmdum en glerungur og einnig getur fólk fengið kul og óþægindi.  Ef tannholdið hörfar þá er það óafturkræft. 

Þeir sem nota nikótínpúða innbyrða að jafnaði mun meira af nikótíni heldur en stórreykingafólk. 

Aukaverkanir nikótíns

Vegna æðaherpandi eiginleika eykur það hjartsláttartíðni og hækkar blóðþrýsting sem getur aukið skallamyndun, getuleysi og liðverki.  Aukin hætta er á blóðtappa.

Ef nikótíns er neytt seint að kvöldi getur það haft áhrif á gæði svefns.

Önnur einkenni geta verið lystarleysi, ógleði, niðurgangur og magasár.

Sviti, kvíði, höfuðverkur, svimi, skjálfti og áhrif á skapið.

Hvað er til ráða?

Ef þú ert að hugleiða að hætta notkun nikótíns í hvaða formi sem er getur þú leitað ráða hjá tannlækninum þínum.

bottom of page