top of page
Andremma getur stafað af ýmsum ástæðum en á oft rætur að rekja til ástands í munni

Andremma

Andremma getur stafað af ýmsum ástæðum en á oft rætur að rekja til ástands í munni.  

Orsakir

Ýmsar ástæður geta veEf tennur og munnhol er ekki þrifið vel eða reglulega safnast upp bakteríur sem geta valdið tannholdsbólgum og tannvegssjúkdómum sem auka andremmu auk þess sem ákveðnar tegundir af bakteríum  sem finnast á tungu og djúpt inn á milli tanna gefa frá sér mjög sterka lykt.

Illa þrifnar gervitennur geta einnig safnað á sig matarleifum, bakteríum og sveppum.

 

Munnþurrkur eða minnkað munnvatnsflæði gerir bakteríum auðveldara fyrir  því ekki er nóg flæði til staðar til að skola munninn og andremma eykst. Miklar magasýrur og bakflæði geta gefið sterka einkennandi lykt.

Einnig veldur ýmiss matur eins og hvítlaukur og aðrir laukar ásamt tóbaksnotkun andremmu.

 

Hálsbólga og öndunarfærasýkingar geta valdið andremmu sömuleiðis ýmsir aðrir sjúkdómar í meltingarvegi.

Hvað er til ráða?

Ef orsökin er í munni er mikilvægt að taka á þrifum og bursta tennur vandlega eftir hverja máltíð og nota tannþráð daglega til að koma í veg fyrir andremmu og ekki gleyma að bursta tunguna!

Ráðfærðu þig við þinn tannlækni ef þú þjáist af andremmu.

Ef ekkert finnst í munni þá væri ráð að leita til læknis til frekari skoðunar ef andremma er það mikil að hún valdi fólki vandræðum í félagslegum aðstæðum. 

bottom of page