top of page
Munnangur

Munnangur

Um 20-25 % af fólki fær endurtekið munnangur.  Það getur komið í kjölfar þess að bitið er í kinn, tungu eða vör en kemur oft án neinnar sýnilegrar ástæðu.  

Einkenni

Munnangur eru viðkvæmir og sársaukafullir hvítir blettir sem geta myndast innan á kinnum, vörum og undir tungu.  Það er ekki smitandi. Þetta eru sár bollar á slímhúð með rauðum bólgnum börmum.  Það er oft sársaukafullt að tyggja matinn og erfitt að bursta tennur. 

Síendurtekin munnangurssár er stundum hægt að tengja við truflun í ónæmiskerfinu, B12, Fólínsýru eða C vítamínskort.

Hvað er til ráða?

Þeir sem fá munnangur ættu að forðast notkun á tannkremum með mikilli sápu (SLS). Það hefur sýnt sig að sápan tefur græðslu.  Góð tannhirða er mikilvæg og klóhexidin munnskol hjálpar þegar erfitt er um tannburstun.

Eftirlit hjá tannlækni eða lækni

Ef þú getur ekki komið við eðlilegri tannhirðu nokkra daga í röð sökum óþæginda eða ef munnangur varir lengur en 2 vikur og einnig ef þú færð síendurtekin og stór sár skaltu leita til tannlæknis því það gæti verið ástæða til að senda þig til frekari skoðunar eða jafnvel í blóðprufur.

bottom of page