top of page
IMG_0900.JPEG

SAGA STOFUNNAR

Eftir þrjú góð ár á Hornafirði eftir útskrift þá stofnaði Margrét stofuna í félagi við Helgu Þórdísi Gunnarsdóttur tannlækni sem rekur tannlæknastofuna Betra Bros á sama stað.  Þær voru hálfgerðir frumbyggjar í Smáranum á þessum tíma, engin Smáralind og enn hægt að finna fjagra blaða smára í brekkunum fyrir neðan.  Innréttingarnar voru hannaðar af þeim stöllum og selfluttar frá Hornafirði svo hægt væri að byrja að vinna um vorið 1998. 

Til að byrja með voru þær saman með þrjár meðferðarstofur og deildu móttöku, biðstofu og sótthreinsun.  Fáum árum síðar stækkaði stofan til muna þegar Elfa Guðmundsdóttir og Elva Björk Sigurðardóttir tannlæknar bættust í hópinn og hver og ein rak sitt fyrirtæki með tvær meðferðarstofur en deildu sameiginlegri móttöku og biðstofu.  

Marta Þórðardóttir tannlæknir kom til liðs við Tannir 2013 eftir að hafa unnið bæði í Hafnarfirði og Kópavogi eftir útskrift 2006.

Árin 2019 − 2021 urðu enn á ný breytingar þegar fækkaði í hópnum.  Margrét og Helga fóru þá í smíðagallann á ný og endurskipulögðu stofuna til að betrumbæta vinnuumhverfi starfsfólks og aðstöðu skjólstæðinga okkar.  Sótthreinsanirnar tvær voru endurgerðar með nýjustu tækjum og búin til aðstaða fyrir tækninýjungar eins og 3D skanna.  Eftir breytingarnar hafa þær dreift úr sér ásamt sínum aðstoðartannlæknum og eru nú með sitt hvor fjögur aðgerðarherbergin.  Til gamans má geta þess að 1998 var ein tölva á stofunni sem prentaði reikninga en nú eru þær komnar yfir 20 og nauðsynlegar í hvert herbergi.

Við höfum alltaf fylgst vel með tækniframförum og nýjungum í greininni og endurnýjum tækjabúnað eftir þörfum svo hægt sé að bjóða fólkinu okkar upp á fyrsta flokks þjónustu.

Starfsfólk tannir

Við hjá Tannir tannlæknastofu þjónustum alla aldurshópa og sinnum öllum verkefnum með bros á vör.  Markmið okkar og ástríða er að allir fái fyrsta flokks þjónustu með nýjustu tækni í notalegu umhverfi.

Tannlæknafélag Íslands logo

Opnunartími

Mánudaga - Fimmtudaga
8:15 - 16:0
0

Föstudaga
8:15 - 13:00

Við bendum á

NEYÐARVAKT

Tannlæknafélags Íslands 

utan opnunartíma.

Persónuverndarstefna

Okkur er mjög umhugað um að vernda persónuupplýsingar þínar, hvort sem um er að ræða sjúkraskrárupplýsingar eða aðrar.

Við notum hvorki persónuupplýsingar þínar í markaðsskyni né veitum við þriðja aðila aðgang að þeim í slíkum tilgangi.

Starfsleyfi

bottom of page